2.3.2008 | 22:50
Mannréttindi.
Það kom fram í kvöldfréttatíma sjónvarpsins að íslenska ríkið væri enn eina ferðina að fá falleinkunn í mannréttindamálum. Ríkið gleymdu bara að tilkynna liðlega fimmtíu íslenskum þegnum að þeir hefðu orðið fyrir mannréttindabrotum af hálfu ríkisins, eða þannig sko. Um daginn féll íslenska ríkið einnig á mannréttindaprófi Sameinuðu þjóðanna. Núna eru bæði Evrópa og SÞ búin að fella okkur í mannréttindum. Við virðumst ekki á vetur setjandi í þessum málaflokki.
Kannski eru mannréttindi í svo háum tollaflokki að þau hafi aldrei verið flutt inn til landsins. Frekar virðist vera um að ræða að Lénsherrunum sé illa við afskiptasemi. Þeir hafa ekki vanist slíku. Það er greinilega kominn tími á að við Íslendingar förum að opna stjórnsýsluna og gera hana gegnsærri. Hinn almenni borgari þarf að hafa fullan rétt á því að stunda hvaða þá rannsóknarblaðamennsku sem viðkomandi hefur nennu til. Það er óþolandi staða að Lénsherrarnir skammti okkur skemmtiefni.
Sjálfsagt er ég bara grunnhygginn borgari. Mig skortir þennan "dýnamiska" djúpa skilning á tilverunni. Sannleikurinn er sjálfsagt sá að til þess að sóma sér vel í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þarf þjóðin að hafa safnað sér einhverjum lágmarksfjölda mannréttindabrota.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Nota bene
SKRÁNING Í FRJÁLSLYNDA FLOKKINN
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.