1.3.2008 | 20:59
Bygging Landspítalans hafin.
Gunnar Skúli skrifar þann 29.02 2008.
Þrátt fyrir að langflestir starfsmenn Landspítalans hafi glaðst mikið þegar Guðlaugur Þór kastaði teningunum og tilkynnti það með endanlegum hætti að nú væri bygging Landspítalans hafin, eru samt ýmsir í vafa. Á margan hátt skiljanlegt. Það er margt sem þarfnast útskýringar sem við starfsmenn upplifum sem sjálfsagða hluti.
Myndin hér fyrir ofan virðist ónáða marga. Fyrst er að geta að öll þessi bygging er ekki eingöngu eiginlegt sjúkrahús. Með þessari nýbyggingu er tækifærið notað og byggt yfir fleiri. Rannsóknarstofan á Keldum verður flutt niðrá Hringbraut. Læknadeild og hjúkrunarfræðideild munu fá húsnæði hér líka. Á það skal bent að læknadeild sameinaðist Háskóla Íslands 1911 en hefur hvergi átt heima þrátt fyrir það. Nú munu þessar háskóladeildir ekki lengur vera á vergangi. Þar með er ég búinn að afgreiða megnið af vinstri helming myndarinnar.
Hinn helmingurinn er sjúkrahús að mestu leiti. Gæta verður að því að þarna koma saman tvö sjúkrahús í eitt og þar að auki önnur starfsemi Landspítalans sem núna er dreifð á minnst 25 mismunandi staði vítt um bæinn.
Skipstjóri án togara verður aldrei aflakló þrátt fyrir bestu áhöfn í heimi. Þegar nýtt sjúkrahús verður risið verða allar forsendur til staðar til að skapa hér bestu heilbrigðisþjónustu í heimi.
Hver vill ekki njóta þess?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Facebook
Nota bene
SKRÁNING Í FRJÁLSLYNDA FLOKKINN
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.